Fiskur

Fagur fiskur úr sjó

½ laukur

1 msk matarolía

½  rauð paprika

100 – 150 g ýsa, roðdregin og beinlaus

Sósa:

¾ tómatsósa

1 dl vatn

1 tsk basil

½ tsk grænmetiskraftur

¼ tsk salt

Aðferð:

  1. Hreinsið og skerið laukinn smátt.
  2. Hreinsið og skerið paprikuna í mjóa strimla.
  3. Skerið fiskinn í litla bita.
  4. Blandið saman í skál: tómatsósósu, vatni, basil, grænmetiskrafti og salti.
  5. Hitið olíuna á pönnu og látið laukinn krauma við lágan hita þar til hann er glær.
  6. Hellið nú sósunni úr skálinni á pönnuna og látið krauma í 3-5 mínútur.

Fiskur í eigin soði

Image

1 msk olía

½ epli

¼ laukur

¼ tsk karrý

½ tsk salt

1 ýsuflak

ostur

Aðferð:

  1. Setjið olíu á pönnuna
  2. Hreinsið og skerið niður eplið og laukinn
  3. Raðið eplunum og lauknum á pönnuna
  4. Stráið karrýinu og saltinu yfir eplin og laukinn
  5. Hreinsið fiskinn og skerið hann í bita og raðið fisknum á pönnuna
  6. Setjið ostinn ofan á fiskinn og lokið á pönnuna, sjóðið í 5 mín. slökkvið undir og látið bíða á heitri hellunni í aðrar 5 mín.

Grænmetissalat með appelsínusafa

Hvítkál

Gulrót

Rófa

Appelsína

Aðferð:

  1. Skerið hvítkálið í strimla.
  2. Rífið niður gulrótina og rófuna.
  3. Skerið appelsínuna í litla bita og blandið saman.

Borið fram með hrísgrjónum.

Fiskur með púrrulauk og beikoni

ImageStillið ofninn á 225°c

600 g þorskur eða Ýsa

1/2 pakki beikonkurl

1 stk púrrulaukur

3 dl matreiðslurjómi

2 tsk olía

2 dl ruccola

Aðferð:

Skerið púrruna og steikið á pönnu í  1tsk af olíu

  1. Steikið beikonið á pönnu og leggið svo á eldhúspappír.
  2. Skerið fiskinn og leggið í eldfast mót sem smurt er með 1 tsk af olíu.
  3. Saltið og piprið. Leggið púrruna yfir fiskinn og hellið rjómanum yfir og síðast er beikoninu stráð yfir.
  4. Setjið í ofninn í ca. 20 mínútur. Þegar rétturinn er tekinn úr ofninum er ruccola stráð yfir.
  5. Borið fram með blönduðu grænmeti sem bakað er í ofni td. blómkál, spergilkál, laukur, grasker.